• Upcoming exhibition 2020

  Upcoming exhibition 2020


  The Sun Wades In the Clouds and My Eyes Open at Five o´Clock is the title of my exhibition which opens on Friday, the 13th of March 2020, in Núllið at Bankastræti 0, right in the old city center of Reykjavík.

  This will be my fourth solo exhibition and the first one in years. At my last exhibition, Camouflage, held in Listasalur Mosfellsbæjar in 2015, I placed emphasis on many characteristics of people, concepts, feelings, contexts and morphological connections of organic beings.

  In the Sun Wades In the Clouds and My Eyes Open at Five o´Clock I allow myself to dwell on my visual encounters and studio projects in recent years and I invite the viewer to see the outcome in the form of both drawings and photographs.

  WELCOME !

  . . . .

  Sól veður í skýjum og augun opnast klukkan fimm er yfirskrift á myndlistarsýningu minni sem opnar föstudaginn 13.mars 2020 klukkan 17 í Núllinu Gallerí, Bankastræti 0.

  Þetta verður fjórða einkasýningin mín en jafnframt fyrsta sýningin sem ég held um nokkurt skeið. Sýninguna Felumyndir hélt ég í Listasal Mosfellsbæjar 2015 og þar fjallaði ég um fjölbreyttar hliðar manneskjunnar, hugtök, tilfinningar, samhengi og formfræðilegar tengingar lífrænna fyrirbæra.

  Á sýningunni Sól veður í skýjum og augun opnast klukkan fimm leyfi ég mér að dvelja við sjónrænar uppgötvanir mínar og verkefni undanfarinna ára sem birtast áhorfandanum í formi teikninga og ljósmynda.

  Verið hjartanlega velkomin !

  Sýningin verður svo opin laugardaginn 14.mars og sunnudaginn 15.mars frá kl 12 - 18.

 • My statement

  My statement

  Beauty alone does not exist, however, context and connection between two things can be beautiful. The Mexican artist Gabriel Orozco (born in 1962) has been quoted as saying such words. It is not only the thing as such but rather the magic which is created in its context with other things. In the same way new magic is created when we establish new connections, connections with other persons resulting in new ideas.

  I create works of art for myself but also in order to influence people. Creating a piece of art as such for oneself is an isolated phenomenon but as soon as others enjoy it a new context is created, a new vision. Visual art is a driving force and it is everywhere, it represents concepts, pictures which originate in ones mind as well as those meeting the eyes. Pictures are formed or we envisage them when we hear music or through to other senses.

  . . . .

  Fegurð ein og sér er ekki til, samhengi og samband milli tveggja hluta getur þó verið fallegt. Þessi orð hefur mexíkanski listamaðurinn Gabriel Orozco (f.1962) látið hafa eftir sér. Það er ekki hluturinn einn og sér heldur töfrarnir sem verða til í samhengi hans við aðra hluti. Á sama hátt verða til töfrar þegar við búum til ný sambönd, sambönd við aðrar manneskjur og nýjar hugmyndir verða til.

  Ég skapa myndlist fyrir mig en ég skapa líka myndlist til þess að snerta við fólki. Myndlist ein og sér fyrir þann sem skapar er einangrað fyrirbæri en um leið og aðrir njóta hennar þá verður til nýtt samhengi. Myndlist er drifkraftur og myndlist er alls staðar, myndlist er hugmyndir, myndir sem verða til í huganum og myndir sem mæta augunum. Myndir mótast eða birtast okkur þegar við heyrum tónlist og verðum fyrir hughrifum með skynfærunum.