• Furðugripasafn Curiosu ~ Curiosa Cabinet

    Furðugripasafn Curiosu ~ Curiosa Cabinet


    Listamannanafnið / hliðarsjálfið mitt Curiosa ~ curiosa.tattoo er innblásið af svokölluðum furðugripasöfnum ~ Cabinets of curiosity.

    Sem listakona er ég mjög forvitin sál. Mín helstu áhugaefni snúa að þeim fjölbreyttu fyrirbærum sem heimurinn býður uppá. Náttúran og nærumhverfið vekja stöðugt áhuga hjá forvitinni sál sem hugsar í myndum og leik.
    Furðugripasöfn eru helsti innblástur myndheimsins sem ég skapa. Með því safna ýmsum gripum úr náttúrunni og nærumhverfinu, skoða þá og teikna, raða þeim saman á meðvitaðan hátt skapa ég tengingar sem hjálpa mér að finna merkingu í tilverunni.
    Uppruni hinna hefðbundnu furðugripasafna má rekja til sextándu aldar í prentverki Ferranto Imperatos í Dell’Historia Naturale frá 1599 sem sýnir slíkt safn í formi herbergis. Hugmyndafræðilega sameinar fyrirbærið furðugripasafn mörg fög, náttúrufræði, sögu, jarðfræði, listir og forneifafræði svo dæmi séu tekin.
    Í myndlistarverkunum mínum, hvort sem það er hönnun fyrir húðflúr, teikningum eða öðrum myndlistarverkum leitast ég við að endurspegla innblástur furðugripasafnanna og fjölbreyttar hugmyndir í mínu eigin furðugripasafni, Furðugripasafni Curiosu sem ég hef skapað og er stöðugt að endurskapa. Verið velkomin að fylgjast með sköpunarferlinu á Instagram síðunni minni curiosa.tattoo.


    My artist name / alter ego Curiosa is inspired by the concept of Cabinets of curiosities.

    As an artist I’m curious by nature. I’m interested in wide variations of things that the world has to offer. Nature being my main drive in art but also curiosities in my surroundings and playfulness.
    The Cabinet of curiousities has always been my favourite inspiration. By collecting objects both from nature itself and my surroundings and looking at them, drawing, arranging them carefully and making connections between them has been my way to find some sort of meaning or understanding in life.
    The classic cabinet of curiosities arrives in the sixteenth century in the engraving of Ferranto Imperatos’s Dell’Historia Naturale. Cabinet of curiosities is also known as Kunstkammer, Kunstkabinett in German or Wonder-rooms in English. The idea behind the cabinet (which was originally described as a room rather than furniture) combines art and science since it applies to many disciplines, such as archaelogy, works of art, natural history, geology etc.
    In my tattoo designs, illustrations and other works of various mediums I reflect my inspirations and ideas of these objects of desires, objects that interest me in some way. I invite you to the Curiosa Cabinet. Please follow my instagram account curiosa.tattoo to follow up on my works and my homepage www.sigurrosola.com